Wednesday, October 28, 2009

Auf Wiedersehen, Raiffeisen



Ég vann hjá Raiffeisen International í 6 mánuði, en vegna kreppunnar var ekki til peningur fyrir "externals" eins og mig og því var samningurinn ekki endurnýjaður. Yfirmennirnir mínir voru mjög ósáttir þegar þeir heyrðu þetta og vildu halda mér, komu mér meira að segja í viðtal hjá annarri deild , en ég neitaði því starfi, vegna þess að þetta var bara önnur 6 mánaða vinna, mikil vinna og erfitt fólk. Fannst það ekki þess vert. Vildi frekar vera atvinnulaus og leita að einhverju sem hentar mér betur. Er enn að leita....

Svona er að vinna hjá vinnumiðlunum (sem externals), samningarnir stuttir og þú færð ekki afslætti eða aðra kosti sem þú færð þegar þú vinnur hjá fyrirtækinu sjálfu. Aftur á móti færðu meira frelsi og auðveldara að segja þig úr starfi. Þetta er gott fyrir fólk sem veit ekki hvað það vill (eins og mig) en ég hef núna unnið í ár (á tveim stöðum) og maður fær ógeð á að leita að nýrri vinnu á 6 mánaða fresti.

En svona er staðan í dag í Austurríki. Flest fyrirtæki ráða í gegnum vinnumiðlanir einmitt til þess að vera ekki bundin.

Ok nóg um dapurslega atvinnuumhverfið, þó verð ég að segja að eftir að allir vissu að samningnum mínum væri ekki framlengt , kom fólk með samhryggistóninn og "are you ok?" og "head tilt" eins og í þessu myndbroti úr Friends:

http://www.youtube.com/watch?v=F4595J4Mu7o&feature=related

Áður en ég fór tók ég þó þátt í staffa eventinu, þar sem við vorum sett í ákveðin lið og svo kepptum við í ýmsum þrautum (boccha, spýtuhlaup, giska á kaloriur, lyfta upp kubbum í sameiningu, semja ljóð, þekkirðu vörumerkin, o.s.frv). Við vorum rosa heppin með veður, sól og blíða í Präter Hauptallee (sem er ekkert smá stórt og fallegt svæði). Eftir þrautirnar var okkur svo boðið upp á mexíkóskan mat, drykki og lokum dansleikur. Svo var sagt hver vann þrautirnar: MOLDOVA, ég trúði þessu ekki, mitt lið vann og við fengum kampavín að launum. Snilldarkvöld :)




Kveðjupartýið


Ég starfaði fyrir tvo yfirmenn og tvær deildir í IT deild, flestir karlmenn, svo mér fannst kveðjupartýið mitt frekar skondið enda fullur salur af körlum og svo ég. Ég hló með sjálfri mér og hugsaði að ég væri stödd í verstu martröð Lumi.

Skrifstofukonurnar komu svo inn og gáfu mér 170 evra virði í spa, blóm og smá pening fyrir taxi og svo fékk ég 80 evra gjafabréf á hvaða tónleika sem ég vil, þvílíkt sætt af þeim. Yfirmennirnir komu einnig til mín, héldu ræðu og þökkuðu mér fyrir starf mitt. Svo hlustuðum við á góða tónlist, drukkum bjór og töluðum saman. Eftir að flestir voru farnir fór ég með IT strákunum mínum (Tom, Alex og kærustu hans Andreu, Andreas) og einnig Peter, Oliver og Tsz á bar nærri Raiffeisen sem heitir Kah kah (uppáhalds staður strákanna). Ég á eftir að sakna strákanna (einn er alveg eins og Sheldon í The Big Bang Theory, svo þið getið ímyndað ykkur fjörið sem fylgdi honum), Tinu og Söndru mest af öllum, frábærir einstaklingar þar á ferð.




Ég átti góðan tíma, kynntist mikið af fólki og lærði mikið af þessari reynslu. Ég var í raun komin með ógeð af skrifstofustarfi svo kannski var þetta fyrir bestu, að ýta mér út í djúpu laugina svo ég myndi finna annað starf sem hentaði mér betur.

Auf Wiedersehen, Raiffeisen

Sunday, October 25, 2009

Ný pressugrein



Var að skrifa grein um Austurríkisbúa og Tónflóð (The Sound of Music), eða um þá skemmtilegu staðreynd að flestir Austurríkisbúar hafa ekki séð þá mynd.

Endilega lesið greinina:
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Onnu_Classen/austurrikisbuar-og-songvaseidur

Og kommentið fyrir neðan

Ps. Þegar ég skrifaði þessa grein komst ég að því að íslenskan mín er orðin það slæm að faðir minn (sem les yfir greinarnar mínar) var sjokkeraður.

Því bið ég ykkur að gera eftirfarandi:
1) downloadid skype: www.skype.com (kostar ekkert)
2) addid friendsfan (nafnið mitt á skype)
3) hringja í mig eða aðra sem þið viljið tala við

Saturday, October 17, 2009

Heimasíðan mín

Er búin að vera á fullu að bæta heimasíðuna mína
Setti inn fullt af videoum, starfsferilskrár og upptökur.
Endilega kíkið á síðuna og kommentið.


Heimasíðan mín:

http://sites.google.com/site/annaclaessen/home

Saturday, October 03, 2009

Danmerkurferð



Ásdís systir mín og unnustinn hennar Ragnald eignuðust tvær fallegar stelpur þann 070809. Stelpurnar höfðu hins vegar ekki fengið nöfn, svo þær voru kallaðar A og B eða 1 og 2. Þær gátu þó ekki endalaust haldið þeim einkennum svo Ásdís og Ragnald ákváðu að halda smá nafnaveislu og bjóða fjölskyldunni í heimsókn. Ég, mamma, amma og pabbi ferðuðumst því til Kaupmannahafnar.

Ég kom á þriðjudaginn 21.september og var til 1.október. Ég mætti galvösk á hverjum degi og naut félagsskapar Ásdísar og stelpnanna. Var rosa dugleg að passa skvísurnar. Ég gisti svo fyrir ofan íbúðina hennar Rögnu vinkonu minnar í herbergi með tveimur rúmum með félagsmiðstöð (eða svoleiðis) við hliðina á. Fór í mömmuklúbbapartý hjá Rögnu, þar sem við spiluðum party og co og drukkum en svo um kvöldið fór ég upp í herbergið mitt en gat ekki sofnað fyrr en 5 því þau spiluðu rokk tónlist í félagsmiðstöðinni. The Immigrant song kl. 4 um nóttina er ekki beint vögguvísa.

Á laugardeginum var nafnaveislan alræmda, hún var haldin í veislusal hjá afa ragnalds. Þar mættust fjölskyldur Ragnalds og Ásdísar í kaffi og kökur. Stelpurnar fengu loksins nöfnin Viktoria og Helene Kruse. Ragnald og pabbi (fyrir hönd Viktoríu) héldu svo fallegar ræður í tilefni dagsins og að lokum voru teknar upp gjafir með hjálp Sif og Jóns. Sif söng líka skemmtilega útgáfu af Mamma mia ("mama mia..hello hello kitty...my my how can i resist you)...svo sætt. Skemmtileg stund með fjölskyldunni.

Ragnald bauð mér, pabba, mömmu og ömmu í sunnudagsmat með þeim Ásdísi, þar sem hann eldaði týpískan jólamat, svínakjöt með góðri brúnni sósu ásamt rauðkáli og kartöflum. Ekkert smá góður matur. Vantaði bara tartaletturnar ;)

Við stelpurnar fórum einnig í verslunarferð, ég verslaði fullt af fötum í H&M, enda komin tími til, alltof langt síðan ég verslaði föt. Ég var einnig svaka dugleg að hjóla og labba frá Rögnu til Ásdísar, ekkert smá stolt af sjálfri mér.

Það var æðislegt að hanga með Rögnu, Ásdísi og skvísunum Helene og Viktoriu. Við Ragna grínuðumst með að þetta væri í fyrsta sinn sem við værum í mömmuleik. Ég sá miklar breytingar hjá stelpunum bara á þessum nokkru dögum, farnar að sparka meira og gera meira með höndunum sem og tungunum þeirra (alltaf að ulla). Þær voru góðar, öskruðu bara ef þær voru svangar eða með magaverk. Ásdís er ekkert smá góð mamma og ég er svoooo stolt af henni.

Frábær ferð!!!!!

Friday, October 02, 2009

Helgarferð til Traunsee



Við vinkonurnar vorum búin að plana helgarferð til Bucharest í Rúmeníu og ætluðum að gista hjá Ligiu/Andreeu/Patriciu..... 2 vikum fyrir ferðina fór flugfélagið okkar Skyeurope á hausinn = bæ bæ Bucharest.

Ligia stakk því upp á Traunsee, sem er fallegur bær í efri Austurríki. Ligia, Andreea, Alexandra, Aga, Patricia og ég hittumst því á laugardagsmorgunn hjá bensínstöð hjá Schwedenplatz og fórum svo á tveimur bílum til Traunsee með einu tveimur stoppum. Við gistum á hosteli sem hét "The Tree House", rosa kósý sveitahotel, með þrem kojum sem við sex stelpurnar gátum sofið í.

Svo keyrðum við til Traunsee þar sem við löbbuðum um og fengum okkur að borða. Þessi bær var svaka litríkur með litlum götum og svo nokkrum búðum og veitingastöðum. Svo var það þessi fallegi sjór. Við spjölluðum um lífið og tilveruna og slöppuðum af. Um kvöldið fórum við aftur í tréhúsið og höfðum partý með kampavíni sem ég hafði unnið í vinnu event daginn áður, svaka stuð!!!!

Daginn eftir fórum við í batsferð um Traunsee og fórum svo til baka til Vínar. Ég gaf Patriciu áritaða mynd af Hugh Laurie (uppáhaldinu hennar), þar sem hún hefur gengið í gegnum ótrulega mikið síðan ég kynntist henni og það minnsta sem ég gat gert var að kæta hana svona.

Mæli eindregið með ferð til Traunsee, ótrúlega fallegur staður, eins og þið getið séð á myndunum.