Sunday, June 14, 2009

The Voice 2009



Ég fékk símtal á sunnudaginn frá Reinhart Gabriel og var boðið að taka þátt í The Voice 2009: http://www.commutainment.at/talentef%C3%B6rderung/the-voice/

Um 500 manns hefðu sótt um að taka þátt í þessari keppni og ég var valin. Það eru 8 riðlar og þeir sem vinna í hvert skipti komast í úrslit, þar sem hægt er að vinna plötusamning og pening til að vinna plötuna í studioi, asamt öðru slíku. Mér fannst þetta spennandi svo ég ákvað því að taka þátt.

Föstudaginn 6.júní var ég mætt í Shopping City Süd í multiplex þar sem keppnin var haldin. Ég var fimmta í röðinni, næstelst á eftir einni 30 ára frá Sviss. Annars voru flestir keppendur í kringum 16 ára. Æfingin tókst illa þar sem þetta var í fyrsta sinn sem ég prófaði lögin. Svo forum við í hár og makeup hjá young&style.

Keppnin byrjaði með að kynnirinn bað áhorfendur að klappa fyrir sínu fólki. Á þeirri stundu var ég þakklát fyrir að hafa sest hjá 30 ára konunni og vinum þeirra svo þegar kom að mér þá klappaði einhver. Keppnin byrjaði, hver keppandi kom upp, kynnirinn spurði þau spurninga og svo sungu þau eitt lag. Eftir að allir sex keppendurnir voru búnir, byrjaði seinni hluti keppninnar þar sem keppendur sungu annað lag. Keppendurnir voru mjög góðir, allir með sín eigin lög. Ég var eina sem söng karaoke lög, fyrst "Son of a preacher man" og svo "Whats up". Fyrsta lagið heppnaðist ágætlega en seinna var að mínu mati "hilarious disaster" þar sem lagið var svo lágt að ég þurfti að öskra það, söng hátt og lágt og gleymdi textanum. Sem betur fer voru Patricia, Ligia og Andreea komnar svo ég gat hlegið að þessu.




Þetta var góð reynsla og ég lærði að syngja ekki karaoke án æfingar í söngvakeppni. Næst mun ég syngja mín eigin lög.

Við stelpurnar fórum svo í Ikea og keyptum helling af hlutum fyrir íbúðirnar okkar. Áhugaverður föstudagur.