Wednesday, December 24, 2008

Gleðileg jól

"Jólin eru að koma...
í kvöld, jólin eruð að koma"

Ég vil nota tækifærið og óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Ég bið ykkur að gleyma kreppunni og njóta tímans með ástvinum, því hann er ógleymanlegur og nauðsynlegur á tímum sem þessum.

Afmælið mitt

Fyrst ég var á milli Maldives og Dubai á síðasta ári hélt ég ekki upp á afmælið mitt í fyrra. Því varð ég að halda upp á afmælið þetta árið og það gerði ég með stæl.

Þemað var Hollywood og voru hollywood stafir á vegg, hollywood borðdúkur, glös, diskar og servéttur og til að toppa það var rauður dregill upp að íbúðinni okkar. Inni beið þeirra partýpizzur, marens kökur, snakk og kók og appelsín.



Ekki nóg að hafa bara veitingar, við fórum einnig í leiki.

Fyrst var sett stjarna á bakið á gestunum með nafn af fraegum leikara/leikkonu, svo áttu gestirnir að giska á hver þau væru. Þetta var mjög skemmtilegur leikur, mæli eindregið með honum.



Svo hafði ég búið til marga miða með quote frá kvikmyndum sem ég setti í hatt og ein manneskja í einu átti að taka upp, leika og hinir máttu giska með að rétta upp hendina sem fyrst. Þú fékkst 1 stig fyrir myndina, 1 stig fyrir leikarann sem sagði quotid og 1 stig fyrir karakterinn sem hann lek, svo 3 stig gastu unnið í heildina. Ef þú giskaðir ekki eða gast vitlaust þá máttu hinir reyna. Stefán vann leikinn en þar sem hann vann í afmælinu sem paparazzi þá leyfði hann Dagnýju að fá verðlaunin sem var "Love Guru" dvd.




Í lokin tók fólkið sing star. Við vorum til kl.3 eða 4. Svaka stuð á fólkinu og fannst mér gaman að sjá alla, sérstaklega marga sem ég hafði ekki séð í langan tíma. Einnig fannst mér ljúft að fá öll skilaboðin á facebook.


Takk fyrir komuna, þið sem komuð og fyrir skilaboðin, mér þótti mjög vænt um þau.

Tuesday, December 23, 2008

Komin til landsins

Loksins, loksins komin til "winter wonderland" íslands.

Það var þó langur ferðadagur. Vaknaði glaðvakandi kl.4, fór á flugvöllinn um 5:30 og fór á kaffihús, las bók og fékk mér kakó og croissant. Flugið var um 7:30, var fínt, fékk vatn og croissant og var lent í Kaupmannahöfn um 9:30.

Ég keypti bók og las. Sá svo Helgu, einn íslending í Vín og við spjölluðum þar til hennar vél fór. Svo hitti ég Arnar, Rögnu og dóttur þeirra Brynju. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sá litla krúttið, sem er um 6 mánaða gömul ,hún var svo spennt að sjá mig (spriklar og brosir þegar hún sér nýtt fólk). Foreldrarnir gerðu svo hafragraut og hituðu mjólk fyrir flugið og svo var flogið heim með icelandair.



Ég hafði ekki borðað síðan í síðustu flugvél svo ég gat ekki beðið eftir flugvélamatnum. Nema hvað, það var engin flugvélamatur, foreldrar mínir né icelandair hefði sagt mér að icelandair er skipt í klassa og ég var á þeim klassa sem fékk engan mat. Svo ég hélt það út, fékk bara cola, las, svaf smá og kíkti til hjaltested fjölskyldunnar. Var svo fegin að lenda, Mamma tók á móti mér og svo hitti ég pabba og Stefán, var æðislegt. Gott að vera komin heim.

Wednesday, December 17, 2008

Saturday, December 13, 2008

Hátíð er í bæ

Þakkargjörðarhátíð eyddi ég í Webster (fyrrum skólanum mínum) tar sem þau settu á borð kalkún, kjöt, graenmeti, kökur og annað meðlæti. Ótrúlega góður matur í hópi góðra vinkvenna.

Maður saknar stundum matsins heima svo ég gerði tilraun að búa til heitan rétt eins og mamma gerir og tókst ágætlega. Lumi líkaði vel við og ég var mjög sátt. Eina vesenið hér með að baka og elda er að hráefnin heima eru ekki til hér eða heita öðrum nöfnum svo ég sé þau ekki.



Við vinkonurnar hittumst á barnum Pointers. Var rosa fínt að hitta stelpurnar og sötra á bjór og skiptast á slúðri svona í lok vikunnar.

Ég fór í jólahádegisverð með vinnunni, fórum á Gmoakeller, ekta austurrískan stað og ég fékk mér súpu og svo snitzel og kartöflusalat, rosalega gott og mikill munur frá kantinunni í vinnunni. Gaman að hanga með starfsfólkinu meira utan vinnunnar.

Dansstudioid mitt, Casomai, hélt einnig upp á jólin. Við hittumst í dansstudioinu, spiluðum bingo (eða ambo eins og það heitir á ítölsku). Svo kom strætó að sækja okkur (með merkinu "Merry Christmas Casomai Team") og við fórum í skoðunaferð, sóttum tvo aðra kennara og enduðum á tapas bar að borða ljúffengan spænskan mat. Rosa skemmtileg og einstök jólaskemmtun.


Í vinnunni er ég og Philippe búin að vera með jólatónlistina á fullu, borðandi mandarínur og jólakökur. Ég er rosa ánægð hjá EPO (evrópsku einkaleyfastofunni), fólkið er rosa ljúft og vinnan er ágæt. Vonast til að fá samningin framlengdan.



6 dagar þar til ég kem heim. Get ekki beðið eftir að hitta ykkur.

Thursday, December 11, 2008

Nyju jolasveinavisurnar

1.
Glitnisgaur kom fyrstur,
gráðugur í öll bréf.
Hann laumaðist í vasana
og lék með fólksins fé.

Hann vildi sjúga þjóðina,
þá varð henni ekki um sel,
því greyið var sko afæta,
það gekk nú ekki vel.

2.
Björgúlfsaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
Hann skreið úr skipi hafsins
og skaust í bankann inn.

Hann faldi sig í Rússlandi
og froðunni stal,
meðan bjórmeistarinn átti
við Yeltsín gamla tal.

3.
Bjármann hét sá þriðji,
böðullinn sá.
Hann krækti sér í milljarða
þegar kostur var á.

Hann hljóp með þá til Noregs
en hirti ekki um sjóðina,
sem féllu hver af öðrum
við sjáum núna slóðina.

4.
Sá fjórði, Bændasleikir,
var fjarskalega sljór.
Og ósköp varð hann leiður,
þegar bankadruslan fór.

Þá þaut hann eins og Welding
og þotuna greip,
og flaug með henni í London
því krónan var svo sleip.

5.
Sá fimmti Smárasnefill,
var skrítið fjármagnsstrá.
Þegar hinir fengu í nefið
hann barði dyrnar á.

Þeir ruku'upp, til að gá að
hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti' ann sér að pokanum
og fékk sér góðan verð.

6.
Sá sjötti Sigjónárna,
var alveg dæmalaus.-
Hann framundan rústunum
rak sinn ljóta haus.

Þegar fólkið vildi skýringar
á auralausum reikningum,
hann slunginn var að afsaka
og skyldi ei neitt í hlutunum.

7.
Sjöundi var Heiðarmár,
sá var sjaldan sýndur,
ef fólkið vildi tal af 'onum
hann var alltaf týndur.

Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó þjóðarskútan maraði
þá hálfu kafi í.

8.
Baugabur, sá áttundi,
var skelfilega þver.
Hann hluta keypt'af bönkunum
með hluta úr sjálfum sér.

Svo lánaði hann sér milljarða
og yfir öðrum gein,
uns stóð hann á blístri
og stundi og hrein.

9.
Níundi var Nógafaur,
næmur á fé og snar.
Hann hentist út um heiminn
og hluti keypti þar.

Á enskum bita sat hann
í símaleik
og át þar hluti drjúga,
enga Breta sveik.

10.
Tíundi var Skallakjaftur,
tungulipur mann,
sem hamaðist á landslýð
og æsti upp hann.

Ef vammlegt var hvergi
né ósiðlegt að sjá,
hann oftast nær seinna
í það reyndi að ná.

11.
Ellefti var Stjórnaskelfir
aldrei fékk sá kvef,
og hafði þó svo hláleg
og heljarstór eyru og nef.

Ef fnyk af féhyggju
ekki hann fann,
þá léttur, eins og reykur,
lyktina upp spann.

12.
Sólráður, sá tólfti,
kunni að spinna vef.-
Hann þingmannasveitina
sveigði í kosningaþref.

Hann krækti sér í fylgi,
þegar kostur var á.
En stundum reyndist enginn
akkurinn hans þá.

13.
Þrettándi var Kreppugeir,
þá var komið kvöld,
alltaf kom hann síðastur
á bankahrunsöld.

Hann blekkti litlu börnin sín,
sem mótmæltu prúð og fín,
og trítluðu um bæinn
með spónaspjöldin sín.

Tuesday, December 02, 2008

Nornir i Kahlenberg



Tad sem madur gerir ekki fyrir vini sina. Patricia bad okkur vinkonurnar ad vera model fyrir portfolio reviewid hennar (sem media og art major gera i lok namsins). Patricia keyrdi okkur upp i Kahlenberg, fjallsvaedi, tar sem tu serd yfir alla Vin, rosa fallegt. Vid vorum klaeddar i svortu og attum ad leika nornir. Tetta var svaka gaman, vid nutum tess ad vera model og fiflast i natturunni.

Eftir nokkra tima var okkur ordid nogu kalt og komnar med nogu margar myndir svo vid keyrdum nidur i bae og fengum okkur ad borda a Subway og forum svo a kaffihus. Rosa huggulegur laugardagur.