Friday, October 26, 2007

Cosmopolitan og Gwen Stefani

Í tilefni því að fyrstu önninni var lokið, fögnuðum við stelpurnar áður en þeir héldu leið sína erlendis. Ég, Agnieszka, Ligia, Alina, Andreea og Manuela fórum á uppáhaldsstaðinn okkar, karaoke stað sem er með bestu cosmopolitan sem ég hef smakkað. Það var svaka stuð, ég fékk meira að segja Alinu og Agnieszku til að syngja Like A Virgin, ótrúlega skemmtilegt kvöld (eins og alltaf).



Fór á Gwen Stefani tónleika og varð alls ekki fyrir vonbrigðum…hún var stórkostleg. Tók þó mest af lögunum af nýju plötunni og nokkur af Love, Angel, Baby. Töff búningar, dansarar og show. Svo þess á milli spjallaði hún við áhorfendurna og minntist á hve stórkostlegar byggingarnar voru. Hún sagði að hún kæmi frá Orange County og það sem kæmist næst því væri Disneyland og bætti svo við “Man, they ripped you off.” Hreint út sagt frábær skemmtikraftur sem syngur af lífi og sál….eins og hún segir sjálf: “I´m just an orange county girl, living in an extra-ordinary world.”



Annars er ég búin að vera að hanga með Lumi, vinunum og skrifa greinar.

Wednesday, October 17, 2007

Heimsókn og helgarferð til Kosovo

Loksins kom vinur í heimsókn til mín…Óli Helgi kom til Vínar og gisti hjá mér. Það var svaka stuð hjá okkur. Við fórum í hestvagn um borgina, dýragarðinn, skólapartý (Moulin Rouge), “long night of the museums” (frítt á öll söfnin, fórum á Lipizzaner, Kunsthistorische og Naturhistorische museum) og svo á KFC og Subway (því þeir eru ekki á Ítalíu þar sem Óli býr þessa dagana). Héngum með Lumi þar á milli. Æðislegt að fá hann í heimsókn :)



Ég fór til Kosovo í helgarferð. Það var svaka gaman, ég hitti fjölskyldu lumi´s, fékk að sjá kosovo (Vushtrri, Pristine og Mitrovica) og hanga með Lumi. Það var mikil fátækt þarna og maður sá á landslaginu að það hefði verið stríð þar en það sem mér fannst magnað var fólkið. Fólkið var svo yndislegt. Þrátt fyrir að ég talaði litla sem enga albönsku tók það mér með opnum örmum og reyndi sitt besta að kynnast mér. Frábær ferð :)



Vil óska mömmu innilega til hamingju með Glitnir award (best í vinnunni sinni) og svo Stebba með að fá jafngildi High School í Bandaríkjunum og hann komst inn í Wichita State University. Fjölskyldan mín er að standa sig ótrúlega vel, ekkert sem kemur á óvart enda Klassafjölskylda ;)

Wednesday, October 10, 2007

Myspace tónlistarsíðan mín

Ég er loksins komin með mína eigin tónlistarsíðu með mér syngjandi lög eftir Julian (bróðir Alexöndru) spilaði og ég söng nokkur lög eftir hann.

http://www.myspace.com/annaclaessen

Endilega kíkið og segið mér hvað ykkur finnst....