Wednesday, August 29, 2007

Síðasta vikan

Vann á daginn í Sagafilm að klippa "Making of" á nýjustu auglýsingu Símans sem ég tók upp. Á mánudeginum kvaddi ég Óla Helga, sem var að fara aftur til Ítalíu með að fara með honum og vinum hans á American Style.

Fyrst að ég var ekki búin að sjá Bourne myndirnar, ákváð Dagný, Matthildur, Guðrún og ég (aka vælsdruslurnar) að hafa Bourne maraþon. Við hittumst á þriðjudeginum og horfðum á fyrstu tvær myndirnar. Svo fórum við á nýjustu á miðvikudeginum. Mér fannst fyrsta myndin langskemmtilegust. Ég hitti einnig Þórdísi og Auði á miðvikudeginum. æðislegt að spjalla við þær.

Á fimmtudeginum tók ég frí í vinnunni og fór með Guðrúnu að versla. Svo skrapp ég heim. Um kvöldið hitti ég svo Vælsdruslurnar á Caruso. Það var rosa kósý. Svo skruppum við á Thorvaldsen þar sem mamma var með staffapartý. Þar var sko stuð, þökk sé Jónsa (úr svörtum fötum) sem hélt stuðinu uppi með að spila á gítar og allir sungu með (sérstaklega ég og Dagný). Ótrúlega sætt þegar hann söng "þitt fyrsta bros" fyrir Pálín sem er að fara að eiga og flytja erlendis. Ég skemmti mér svo vel þar að ég var of sein í mitt eigið kveðjupartý.

Ég hélt kveðjupartýið á Hressó. Vælsdruslurnar, Steini, Haffi, Halldór, Jónína, Alexandra, Ósk, Árnný og Sigurjón, Kolla, Maja og örugglega e-h fleiri sem ég man ekki eftir á þessari stundu. Það var rosa huggulegt. Við drukkum og spjölluðum. Þegar allir voru farnir fórum við aftur á Thorvaldsen og sungum þar til lokaði. Neinei, það stoppaði ekki Jónsa. Við spiluðum bara úti. Ótrúlega fyndið, ég sagði svo að ég væri frá vín og talaði e-h á þýsku. Þá spilaði Jónsi bara "du hast" með Rammstein. svo skutlaði jón okkur heim. Ótrúlega skemmtilegt kvöld :)



Dvölin heima á Íslandi var upp og niður, líkt og lífið sjálft en ég verð að segja að þrátt fyrir allt skemmti ég mér konunglega.

Sunday, August 19, 2007

Dancing queen

Dragkeppni Íslands:
Ég, Frikki, Hemmi, Sandra og Siggi dönsuðum fyrir Steina, aka Blær, með mix af lögunum "The Real Me", "From Paris to Berlin" og "Theres a stranger in my house." Fyrst var þvílíkt popp dans, svo stóladans (með neoni hellt á okkur, leit flott út en manni sveið eftir á og fötin eyðilögð) og í lokin drógum við borða af honum og lékum okkur með þá og enduðum í lokastellingu við hann. Þetta kom flott út en við vorum ekki sigurviss. Svo komu úrslitin, "Dragdrottning Íslands er..... BLÆR". Þetta var æðisleg stund og við vorum svo stolt. Næstu daga var Steini í viðtölum alls staðar og minntist á professional dansarana sína sem mér fannt rosa sætt af honum. Svo komu myndir í öllum blöðunum. Við fórum líka í Kastljósið en ÞAU BIRTU ÞAÐ EKKI. Ekki er enn komin útskýring af hverju.




Gay Pride
Margir tóku eftir mér í Fréttablaðinu og í sjónvarpinu. Jú ég var á palli rétt eins og önnur ár, bara meira áberandi í svaka flottum fötum frá Pop og skrin frá Svölu. Ég og Frikki vorum "Svala creation". Við fórum um morguninn til Svölu en greyið var veik svo hún rétt svo gerði okkur til en gat ekki verið með okkur á pallinum. Hún kom þó seinna með Einari, kærasta hennar að horfa á okkur :) Ótrúlega skemmtilegur dagur, sól og blíða. Um kvöldið tókum við svo atriðið frá dragkeppninni á sviði á NASA en síðan var ég svo þreytt og pirruð að ég fór heim.




Annars hef ég bara verið að klippa Making of Stelpurnar niður í Sagafilm og hitt Þórunni, Óla Helga, Evu, Vælsdruslurnar og fleiri góða vini. Gleymdi að minnast á það í fyrri færslum þegar Alexandra, besta vinkona mín í Vín, kom til landsins. Hún gisti hjá Dóru og Magga og var því mest með þeim en það var æðislegt að hitta hana, þó það væri ekki nema bara að sýna henni uppáhalds staðina mína í Reykjavík. Besti vinur minn Frikki var að fara til Ástralíu að verða alvöru dansari og danskennari. Á eftir að sakna hans sárt.

Ein vika þar til ég fer til Vínar....get ekki beðið eftir að hitta kærastann og vinina þar.

Tuesday, August 07, 2007

Afmæli, auglysingagerð og aðrir atburðir

Frá 12 um hádegi til 12-2 á nóttu, svona er víst framleiðslugerð. Í þetta sinn fékk ég að gera "making of" á síma auglýsingu sem Saga film var að sjá um. Rosa gaman að fá að vera hluti af þessu, kynnast framleiðslunni og skemmtilegu fólki sem því fylgir.

Annars átti Stebbi bróðir afmæli 30.júlí og fór fjölskyldan út að borða á Argentínu í tilefni dagsins. Amma hélt einnig upp á 80 ára afmæli sitt í golfskálanum með stórfjölskyldunni og var svaka fjör þar, góður matur og félagsskapur. Svo er ég ásamt Frikka búin að vera á fullu að æfa fyrir Dragkeppni Íslands, sem haldin verður á morgun. Þar verðum við að dansa fyrir Steina, verður gaman að sjá hvernig það kemur út. Svo er Gay Pride á laugardaginn og eins og undanfarin ár, stíg ég enn og aftur upp á pall, í þetta sinn með Haffa og Svölu og fleirum í svaka paty floater. Verður örugglega gaman.

Í tilefni verzlunarmannahelginnar, skrapp fjölskyldan mín sér til útlanda, réttara sagt til London á Prince tónleika. Það var æðislegt. Við versluðum, spjölluðum og nutum svo tónleikanna í glitnisstúkunni á besta stað með mat og læti. Æðisleg helgi!