Tuesday, June 26, 2007

Lífið á Íslandi

Búin að vera á klakanum í viku og strax farin að vinna.

Er þessa dagana að leysa Stefán bróðir af í vinnunni, á meðan hann er í keilubúðum í Ameríku og svo að keppa í landsliðinu í keilu í Austurríki. Vinn hjá Glitni á lagernum og póstmiðstöðinni. Í öðrum orðum sagt er ég senditík, fólk sendir inn beiðni, ég redda því. Hleyp fram og til baka, með poka, kassa og kerrur, svo ég er í svakalegri líkamsrækt í vinnunni. Vinn frá 8 til 16:00 á hverjum degi. Er enn að venja mig á rútínuna. Fyrsta vikan alltaf erfið....

Hef svo verið að hitta vini mína. Hitti Hörpu og við fórum í karaoke hjá henni. Hitti Óla Helga og horfði á Will&Grace, fór í bíó með Matthildi á Shrek 3, sem er SNILLDARMYND! við rákumst meira að segja á óla helga sem var þar ásamt skildi og magga. Svo við vorum öll í einni röð að drepast úr hlátri. Svo fór ég í partý á laugardaginn með Kollu og Eygló. Það var þemapartý og þemað var "DIVA" Svo Kolla hét Nadiva og eygló hét Glóey. Svaka stuð í þessu partýi, tókum myndir og alles. Eftir það keyrði ég svo stelpurnar niður í bæ. Við fórum fyrst á kaffibarinn, svo á Qju bar. Ég bjallaði svo í Guðrúnu og hitti hana, Jón og Geira á hressó og við röltuðum svo upp á Celtic Cross (held ég :P). Þar spjölluðum við meðan strákarnir gerðu e-h annað. Var komin heim um 6 leytið. Næsta dag hitti ég svo Vælsdruslurnar (matthildi, guðrúnu og dagnýju) á austurvelli og við fórum á ingólfstorg og svo í kolaportið, voða nice!

Tuesday, June 19, 2007

Lumi 23 ára þann 18.júní



mamma keypti þetta snilldararmband með nafni lumis fyrir mig á Spáni.

Komin á klakann

hæ, hó jibbí jei og jibbí jei.... ég er loksins komin á klakann

eftir flug frá vín og heillanga bið á flugvellinum í köben, þökk sé 3 tíma seinkun icelandair, lenti ég á klakanum um 5 leytid þann 16.júní.

eyddi síðasta deginum med vinkonunum og þar sem ég vildi enga þynnku fórum við ekki út heldur hittumst hjá mér og lékum okkur eins og krakkar og fórum í gamla leiki eins og hollinn skollinn. Alger snilld :)

Svo fékk ég kveðjugjöf frá Alexöndru, bestu vinkonu minni úti, sem var rosa sætt bréf og rauða skó, sem átti að búa yfir þeim hæfileikum að ef ég myndi klikka hælunum saman þá myndi ég vera í Vín. Skór eins og Dorothy í Wizard of Oz átti.

Monday, June 11, 2007

Styttist í heimför

Lífið mitt þessa dagana snýst í kringum skólann. Var að klára ritgerð um “politics in street names” og er að fara í 2 lokapróf á fimmtudag. Er ekki einungis í tveim 4 vikna tímum heldur er líka skráð í tvo 8 vikna tíma, Webcast og Newspaper Production, aðallega til að fá einingarnar. Þurfti að fara til aðstoðarskólastjórann til að fá leyfi fyrir því en fékk það að lokum.

Í þessari viku var Modernism tími í Belvedere. Þar sáum við listaverk á borð við Klimt og Kokoscha. Frekar erfitt að gera verkefni því ég hef lítið sem ekkert vit á list. Verð nú að segja að mér fannst Belvedere höllin flottari heldur en listaverkin þar.

Lumi vann ekki þessa vikuna því hann fór í aðgerð á mánudaginn og mátti ekki vinna. Kom mér þvílíkt á óvart að koma heim eftir langan skóladag og íbúðin var glansandi og hann hafði eldað mat fyrir mig. Ég átti ekki til orðs. Ég hefði ekkert á móti því að vinna og hann gæti verið heima að sjá um heimilið, híhíhí.

Lumi fór svo til Kosovo á laugardaginn L Mjög einmanalegt án hans og á eftir að sakna hans. Skrýtið að sjá allt í einu ekki ástina sína sem maður sér venjulega á hverjum degi.

Eftir að hafa setið inni í sólinni að skrifa ritgerð fór ég aðeins út og hitti stelpurnar á laugardaginn. Við ætluðum á Filimfestival en þar sem það var ekki komið upp ákváðum við að halda leið okkar á T.G.I Fridays, sérstaklega þar sem Ligia hafði aldrei farið þangað. Alltaf gott að hafa smá stelpuspjall. Svo kíkti ég með Dóru í afmæli til Kristínar, þar sem flestir Íslendingarnir hittust. Það var svaka stuð, við enduðum í Limbó keppni með Gling gló í botni. Svo var ég dugleg stelpa, fór heim og kláraði ritgerðina mina.

Á sunnudag var ég svo að læra og SÖNG SVO Í STUDIO... kennari minn gerði heimildarmynd um Ísland og álfatrú og vildi fá mig til að syngja inn á hana svo í gær fór ég í studio til vinar hans og tók upp íslensk lög. Gekk mjög vel og svaka gaman, leið eins og alvöru söngkonu.

Styttist í heimför. Kem heim 16.júní!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Sunday, June 03, 2007

Kaffi, Freud, bíó og Karaoke

Það skemmtilega við að vera í Modernism er að þurfa ekki að sitja í kennslustofu allan tímann. Við forum á kaffihús Landtmann og svo á Freud safnið. Ég hafði farið þangað með Ásdísi og pabba 2005 en það hafði margt breyst síðan þá. Frægi sófinn var loksins þar. Skildi samt ekki alveg hvað var svona merkilegt við hann og innrammaðar teiknimyndir voru á veggjunum. Svaka fyndnar myndir.

Fyrst miðannarprófinu mínu var frestað til mánudags og modernism tímanum mínum líka fór ég með Huldu í bíó. Hér í Vín eru aðeins fá svokölluð ensk bíó sem sýna enskar myndir. Við höfðum þó heppnina með okkur, bíóhús í Millenium City var að sýna Pirates of the Caribbean 3 með ensku tali. Við skelltum okkur því þangað, keyptum miðana og fengum okkur að borða á kfc og schnitzelmann. Svo keyptum við okkur nammi og kók og forum inn. Þvílíkt þægileg sæti og pláss fyrir drykkina. Svona lúxús er ekki að finna í ensku bíóunum. Við vorum mjög svekktar með myndina. Guði sé lof að Johnny Depp er í henni, annars var ekki nógu mikill humor og ég skildi ekki helminginn af söguþráðinum. Á leiðinni út úr bíósalnum rakst ég á Franco, vin Alexöndru og heilsaði upp á hann. Hann labbaði með okkur út, nema svo var okkur boðið á drykk á barnum Qju, svo við forum inn, spjölluðum aðeins og svo forum heim. Huggulegt kvöld.

Grease kvöld. Ligia hafði ekki séð myndina Grease svo ég stakk upp á að hafa Grease kvöld, þar sem við myndum horfa á myndina og svo fara á karaoke barinn okkar í donauplex og syngja login úr myndinni og það gerðum við með stæl og skemmtum okkur svaka vel í þokkabót. Fyrst var barþjóninn, asísk kona að bögga okkur með að kaupa e-h svo við færðum okkur og vorum ekki truflaðar eftir það. Fífluðumst með myndavélina eins og sjá má…. Svaka stuð hjá okkur stelpunum!



Ásdís systir er 32 ára í dag!!!! Innilega til hamingju :)