Wednesday, November 29, 2006

Tónleikaæði!!!!

Eg var að enda við að kaupa miða á Pink þann 10.desember, Christinu Aguilera þann 16.desember og enga aðra en Shakiru þann 6.mars 2007. Hlakka ótrúlega til :)

Monday, November 27, 2006

Slæm vika

Það byrjaði á mánudaginn þegar ég fór til Dardis, kennara míns til að tala við hana um að skipta um ritgerðarefni en komst þá að því að ég átti að skila fyrsta eintakinu af 15 bls þennan sama dag. Ég skildi ekkert í þessu og talaði við aðra í bekknum og þeir vissu heldur ekki af þessu. Þennan sama dag ákvað ég að gera um "samkynhneigð í austurríki" og fór strax af stað til Rosa Lila Villa (austurrísku samtökin 78) til að leita heimilda. Næstu dagar fóru í rannsóknarvinnu og svo skrifaði ég ritgerðina upp um helgina.

Næsta dag fann ég út að ég hefði fallið á miðannarprófi í stærðfræðikúrsnum minum. Ég var mjög miður mín og var að pæla í að hætta í kúrsnum en kennarinn sagði að hlutinn sem við tókum í þessu prófi kæmi ekki á lokaprófinu og restin væri ekki stærðfræði heldur logic, svo ég ætlaði að reyna að ganga vel í lokaprófinu.

Á miðvikudeginum stal leigubílsstjóri 50 evrum af mér. Lumi var að koma heim með leigubíl og var ekki með pening svo ég fór niður og borgaði, hann bað mig um 10 evrur en ég var bara með 50 svo ég gaf það, svo kom lumi út og gaf mér eina evru til baka, ég varð sjokkeruð og sagði að ég hefði gefið honum 50 evrur. Á þeirri stundu hljóp lumi á eftir leigubílnum, leigubílsstjórinn sá að hann gaf honum 50, sá hann hlaupa á eftir en samt fór... hvað er að fólki?

Næstu daga klæjaði mig fjandi mikið eftir að eitthvað kvikindi hefði bitið mig. Nett óþægilegt að eyða öllum dögum inni að skrifa ritgerð og geta varla einbeitt sér vegna kláða.

Ég kláraði þó ritgerðina, skilaði fyrsta eintakinu af mér í dag, svo er bara að bíða og sjá hvernig kennaranum líkaði hún. Klæjubitið er ekki eins slæmt og ég er núna að fara að læra stærðfræði. Það verður alltaf að koma slæmur tími inn á milli svo maður njóti góða tímans, ekki satt?

Monday, November 20, 2006

Útvarpsstjarna

"Morgunútvarpið vaknaði með ykkur í morgun klukkan 7 og við heyrðum m.a. í Önnu Claessen sem er í Vín í Austurríki að læra fjölmiðlafræði, alltaf gaman að fylgjast með löndunum okkar sem eru að gera spennandi hluti úti í hinum stóra heimi."
(tekið af KISS FM,www.kissfm.is, Morgunútvarp í umsjá Lindu)

Já viti menn, mín barasta orðin útvarpsstjarna, hehe, ekki beint. Linda, umsjákona Kiss FM morgunútvarpsins fann prófílinn minn á minnsirkus.is og sá þar að ég væri að læra fjölmiðlafræði í Vín og fannst það áhugavert og vildi spjalla við mig.

Spjallið var á léttu nótunum, hún spurði mig um námið, hvort við hefðum útvarpsstöð, veðrið í Vín og hvort ég ætlaði að koma heim um jólin. Ég var hissa að hún sagði ekkert þegar ég minntist á það að kærasti minn væri frá Kosovo. Kannski ekki efni í þáttinn. Best var þó að hún gat borið nafn mitt rétt fram, ekki margir sem geta það. í lokin sagði ég eftifarandi sem ég vil einnig koma til skila hér.

"Ég bið innilega að heilsa vinum mínum og fjölskyldu og ég hlakka til að sjá ykkur um jólin"

Sunday, November 19, 2006

Vienna Review Launch Party

Skólablaðið Vienna Review, eina enska blaðið sem kemur út mánaðarlega Vín, hélt launch partý í sal austurríska ameríska félagsins í miðborg Vínar síðastliðin miðvikudag og þar sem ég hef skrifað í blaðið bauðst ég til að hjálpa til.

Ég kom snemma og hjálpaði til að þrífa, kaupa blóm og skreyta borðin með eintak af blaðinu og seinna um kvöldið tók ég á móti fólkinu og gaf þeim prosecco að drekka.

Gaman var að sjá hversu margir komu og hlustuðu á Dardis (ritstjóra blaðsins) skólastjórann og einn nemanda sem hefur verið lengst með blaðinu halda ræður og svo var dansað dátt seint um kvöldið. Ljúfast fannst mér að sjá Dardis með dóttur sinni Maggie, en hún hefur fengið eiginleika mömmu sinnar til að skrifa og skemmtu þær sér vel um kvöldið.



Við hjá blaðinu gáfum Dardis blóm og sætindi (því hún er svo "sweet" eða ljúf) í tilefni dagsins. Gaman að vera hluti af þessu.

Sunday, November 12, 2006

Bohemian Rhapsody


Það var karaoki keppni á föstudaginn á barnum Pointers og ákvað ég að keppa. Það voru um 20 manns sem kepptu og gekk það fyrir sig þannig að tveir keppendur sungu og svo var valið á milli þeirra og sá sem vann komst í næstu umferð.

Ég byrjaði á að syngja "Bohemian Rhapsody" með Queen. Fólk var orðlaust yfir hve vel ég stóð mig miðað við svona erfitt lag, sérstaklega rúmensku vinkonur mínar sem gátu ekki hætt að tala um hve vel ég söng og ég rústaði gaur sem söng "Nothing Else Matters" með Metallica.

Önnur umferð, ég tók "These Boots are made for walkin" með Nancy Sinatra og naut þess í tætlur. Ég notaði hattinn minn og tók nokkur kúrekaskref og labbi sem líktist meira America´s next top model göngulagi. Ég vann þá umferð líka.

Þriðja og síðasta umferð þá tók ég "Objection" með Shakiru, tók salsasveiflur, öskraði og lék með. Fólk tók undir, meira að segja klappaði og stappaði í lok lagsins.

Ég endaði í 3.sæti. Þeir sem voru í 1. og 2.sæti voru í sömu hljómsveit og eru atvinnusöngvarar svo ég var mjög stolt af mér. Þeir komu meira að segja upp að mér og hrósuðu mér og voru hissa á að ég væri ekki atvinnusöngkona. Nokkrir krakkar úr skólanum mínum voru þarna og var nett gaman að heyra hrós frá þeim og stuðning. Þau vildu að ég ynni, líkt og flestir, enda í lokin kom fólk af öllum aldri til mín og sögðu að þeim fannst að ég átti að vinna. Skemmtilegt kvöld, enda fékk ég svo góða tilfinningu þegar ég söng og eftir sönginn, að tjá mig og fá að leika með.

Friday, November 03, 2006

Hrekkjavakan búin en nóg framundan














Hrekkjavökuball var í skólanum mínum og ákvað ég því að klæða mig upp. Þar sem ég var blönk ákvað ég bara að setja á mig hárkollu og mála mig hræðilega og þetta er það sem kom út úr því.

Ég ákvað að gerast meðlimur nemendafélagsins í skólanum mínum og sé ég um að taka myndir á böllum og skrifa um atburði félagsins í skólablaðið ásamt því að hjálpa til við að skipuleggja atburði skólans. Á hrekkjavökuballinu vantaði þeim DJ svo ég stökk í það starf ásamt því að taka myndir. Nóg að gera en svaka áhugavert. Það var gaman í fyrstu að vera DJ (því fyrst voru þeir sem störffuðu hja´skólanum og ég vissi nokkurn veginn þeirra smekk en nemendur skólans eru frá svo mörgum löndum með svo mismunandi smekk að það var erfitt að þjóna öllum. Einnig því ein króatísk stelpa vildi skipta sér að svo ég fékk nóg að leyfði þeim að taka við og fór að taka myndir og dansa. Mjög fínt ball.

Myndirnar mínar frá ballinu eru á www.wuvsc.at

Hef lítið gert undanfarið, er búin að vera slöpp, hefur líklegast að gera með að loksins er komin vetur í Vín, snjókorn falla og vindurinn blæs, svo ég hef haldið mér innandyra í örmum lumi. Svo er það lærdómurinn. Vá hvað ég er fegin að það var hætt við einn kúrsinn mimn því fjórir eru meira en nóg, serstaklega 2 Dardis tímar.

Framundan er rannsóknarritgerð um Nígeríubúa í Vín (hegðun þeirra gagnvart konum), stærðfræðiáfangi (tölvustæðfræði), greinar fyrir fundamentals of reporting og svo ritgerð fyrir Introduction to Mass Communication.

The Vienna Review (skólablaðið) inniheldur tvær fleiri greinar eftir mig. Ein um "Die Lange Nacht der Museen" og önnur um hversu sjónvarp hefur áhrif á viðbrögð kvenna við óléttu. Gaman að vera hluti af þessu og sjá nafn mitt í blaðinu.

Nog um mig, hvað er að frétta af ykkur?

Wednesday, November 01, 2006

bruno

leikari betur þekktur fyrir ali g hlutverk sitt er hérna sem bruno, austurrískur gaur, geðveikt fyndið.

Í þessu videoi er hann að tala við prest frá Arkansas, Bandaríkjunum sem vill hjálpa hommum (afhomma þá)

Þetta er jafnmikið rugl og þegar ég sá auglýsingu fyrir lyf sem átti að fjarlægja kvengenin í körlum.

Hvernig getur kynvís karlmaður sagt e-h um að vera samkynhneigður? Hvað veit hann um það og hvernig og af hverju á að breyta því?
Áfram Latibær (Go Lazytown)

Ótrúlegt að sjá hve langt Latibæjarhugtakið hefur komist langt.

Hver vissi á þessum tíma að þetta var bara byrjunin og allur heimurinn myndi síðar vita af Latabæ sem Lazytown?
Með allt á hreinu - Ástardúett

Maður verður að elska Youtube fyrir að efni úr þessari frábæru mynd